Hreinsun Heiðarfjalls

Frumkvæðismál (2210183)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið Umhverfis-, og orku- og loftslagsráðuneyti 24.10.2022

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
24.11.2022 19. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Hreinsun Heiðarfjalls
Nefndin samþykkti með vísan til 2. mgr. 2. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis eftirfarandi bókun:

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur fjallað um skýrslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um hreinsun Heiðarfjalls á þingskjali 899, 642. mál frá 152. löggjafarþingi. Nefndin leggur áherslu á að ráðist verði í þær rannsóknir sem skipt er í þrjá áfanga í skýrslunni og eftir eru til að klára seinni hluta frumrannsóknar sem skýrsla ráðherra kveður á um. Áætlaður kostnaður vegna þessara þriggja þátta er á bilinu 55 til 70 milljónir króna. Fram kemur í skýrslunni að ráðuneytið hefur hvorki fjárveitingu á málefnasviði þess til að ráðast í svo kostnaðarsama rannsókn né til hreinsunar á úrgangs- og spilliefnum sem af henni leiðir. Nefndin beinir því til fjárlaganefndar Alþingis að áætlaðir fjármunir vegna seinni hluta frumrannsóknarinnar verði tryggðir í fjárlögum ársins 2023 og að ráðherra tryggi að frumrannsóknin nái fram að ganga svo fljótt sem auðið er. Þá beinir nefndin því til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að ráðist verði í hreinsun á þeim úrgangs- og spilliefnum sem finna má á Heiðarfjalli.
22.11.2022 18. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Hreinsun Heiðarfjalls
Nefndin ræddi málið.
18.11.2022 17. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Hreinsun Heiðarfjalls
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gísla Rúnar Gíslason, Jónas G. Allansson og Þórdísi Rafnsdóttur frá utanríkisráðuneyti.
24.10.2022 10. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Hreinsun Heiðarfjalls
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tryggva Felixson frá Landvernd.
18.10.2022 9. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Hreinsun Heiðarfjalls
Á fund nefndarinnar mættu Íris Bjargmundardóttir og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfisráðuneytinu og Kristín Kroyer og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun.

Hlé var gert á fundi 10:24-10:34

Þá mættu Sigurður R. Þórðarson og Sigríður Ágústa Bachmann Ásgrímsdóttir fyrir hönd landeigenda á Eiði 1 & 2 í Langanesbyggð.